Tuesday, October 21, 2014

Sólkjarnabrauð

Uppskriftin af brauðinu er úr bókinni:  Af bestu lyst bls. 30 - Sólkjarnabrauð.
Sólkjarnabrauðið er einstaklega fallegt fyrir augað og er einnig sérlega gott á bragðið og er tilvalið að bera fram með súpu.


Þú þarft:

25 g pressuger
2 1/2 dl volgt vatn
1/2 tsk salt
1 msk sykur
3/4 dl léttristuð sesamfræ
3/4 dl léttristuð sólblómafræ
1 1/2 dl heilhveiti
4 dl hveiti
2-3 msk matarolía
egg til penslunar

Skraut: sólblómafræ

Ofnhiti 200°C



Saturday, October 18, 2014

Bananabrauð

Uppskriftin af brauðinu er úr bókinni:  Af bestu lyst 1 bls.32 - Bananabrauð.
Þetta brauð er tilvalið að baka þegar bananarnir eru orðnir lúnir og enginn vill borða þá lengur.



Þú þarft:

3-4 þroskaðir bananar
2 1/2 All-Bran eða annað mjög trefjaríkt morgunkorn
1 dl matarolía
2 dl sykur
2 egg
5 dl hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 dl grófsaxaðar hnetur

Ofnhiti: 180°C




Heilsubrauð

Uppskriftin af brauðinu er úr bókinni: Eldað í dagsins önn, bls 118.
Rosalega gott og hollt brauð sem minnir á brauðið hennar ömmu sem er eitt af uppáhalds brauðunum.




Þú þarft:

4 dl haframjöl
5 dl heilhveiti
5 dl rúgmjöl
2 dl hveiti
4 tsk lyftiduft
1 tsk natrón
1 tsk salt
10 dl létt súrmjólk eða létt AB mjólk 

Ofnhiti: 180°C





Sunday, October 12, 2014

Eplakaka

Uppskriftin af kökunni er úr bókinni: Við matreiðum, bls 253.
Sérlega góð og einföld eplakaka án kanils.


Þú þarft:

100 g smjörlíki
100 g sykur (1 1/4 dl)
1 egg
150 g hveiti (um 3 dl)
1 1/2 tsk lyftiduft
(2 msk kókosmjöl)
2 dl mjólk
1/2 tsk vanilludropar

1 epli
kanilsykur eða sykur og kókosmjöl

Ofnhiti: 175°C



Saturday, October 11, 2014

Bollukaka með sesamfræi

Uppskriftin af brauðinu er úr bókinni: Við matreiðum, bls 246.
Mjög gott brauð sem lítur mjög fallega út og er einstaklega bragðgott líka.




Þú þarft:

9 dl hveiti (um 450 g) eða hveiti og aðrar korntegundir
3 msk hveitiklíð
5 tsk þurrger
1 tsk salt
3 tsk púðursykur eða sykur
1 dl mjólk
2 dl heitt vatn
2 egg
5 msk matarolía

Ofnhiti: 200°C



Tuesday, October 7, 2014

Jólakaka

Uppskriftin af kökunni er úr bókinni:Við matreiðum, bls. 251
Þetta er venjuleg jólakaka algerlega hefðbundin með súkkati og rúsínum.


Þú þarft:

100 gr smjörlíki eða 3/4 dl matarolía
125 gr sykur eða um 1 1/2 dl
2 egg
200 gr hveiti eða um 3 1/2 dl
- eða hveiti og heilhveiti
2 1/2 tsk lyftiduft
1/2-1 tsk steyttar kardemommu eða 1/4 tsk sítrónudropar
1 dl mjólk
1 dl rúsínur, kúrennur eða brytjaðir þurrkaðir ávextir
1/2 dl súkkat

Ofnhiti 175°C


Hversdagsbrauð

Uppskriftin af brauðinu er úr bókinni: Eldað í dagsins önn, bls 112.
Ótrúlega einfalt brauð og mjög fljólegt, fyrir utan hvað það er bragðgott.





Þú þarft:

 4 dl heilhveiti
5 dl brauðhveiti (um það bil)
2 1/2 dl heitt vatn (úr krananum)
2 1/2 dl köld léttmjólk
2 msk matarolía
3 tsk þurrger
1 tsk salt
mjólk til penslunar
1 dl sesamfræ



Monday, October 6, 2014

Löng hveitibrauð - snittubrauð

Uppskriftin af brauðinu er úr bókinni: Við matreiðum, bls. 245.
Þetta er mjög góð uppskrift af snittubrauði og mæli ég innilega með því að baka það til að hafa með súpunni eða pastaréttinum.


Þú þarft:

250 gr hveiti (tæplega 5 dl)
2 1/2 tsk þurrger eða 25 gr pressuger
1 tsk salt
1 tsk sykur
1 msk matarolía
2 1/2 dl vel volgt vatn

1-2 dl hveiti til að hnoða 
upp í deigið
egg til penslunar.

Ofnhiti 225°C