Uppskriftin af brauðinu er úr bókinni: Af bestu lyst 1 bls.32 - Bananabrauð.
Þetta brauð er tilvalið að baka þegar bananarnir eru orðnir lúnir og enginn vill borða þá lengur.
Þú þarft:
3-4 þroskaðir bananar
2 1/2 All-Bran eða annað mjög trefjaríkt morgunkorn
1 dl matarolía
2 dl sykur
2 egg
5 dl hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 dl grófsaxaðar hnetur
Ofnhiti: 180°C
|
Stappið bananana. |
|
Blandið trefjaríku morgunkorninu saman við bananana. |
|
Látið standa í þangað til morgunkornið er orðið lint. |
|
Þeytið saman olíu, egg og sykur í annarri skál. |
|
Blandið bananablöndunni saman við eggjablönduna. |
|
Blandið hveiti, lyftidufti og salti í deigið. |
|
Blandið hentunum saman við. |
|
Blandið vel saman. |
|
Setjið deigið í smurð aflöng kökuform. |
|
Bakið á neðstu rim við 180°C í um eina klukkustund. |
|
Brauðin orðin falleg eftir eina klukkustund. |
|
Brauðið orðið fullbakað og laust frá köntunum. |
|
Kælið vel áður en brauðið er sneitt. |
|
Fallegt og girnilegt brauðið tilbúið til neyslu. |
|
Verði mér að góðu. |
Ég hélt að ég væri að fara að baka heilsusamlegt brauð en eftir því sem ég las uppskriftina betur komst ég að því að það er langt frá því að vera heilsusamlegt með bara hvítt hveiti og 2 dl af sykri, sem alveg hefði verið hægt að sleppa sökum þess hversu bananar eru sætir sjálfir.
ReplyDeleteÉg notaði pekan hnetur og fannst mér þær ekki koma alveg nógu vel í gegn í brauðinu, en gáfu því engu að síður skemmtilegt útlit.
Ég valdi að nota tvö form, en eftir á að hyggja hefði vel verið hægt að komast af með eitt.
Trefjatríka morgunkornið sem ég notaði var Weetabix sem ég átti inni í skáp.
Brauðið var mjög bragðgott og vel sætt.
Ég myndi pottþétt sleppa því að setja sykur í uppskriftina ef ég myndi baka þetta brauð aftur og eins myndi ég nota heilhveiti frekar en bara hvítt hveiti.