Sunday, October 12, 2014

Eplakaka

Uppskriftin af kökunni er úr bókinni: Við matreiðum, bls 253.
Sérlega góð og einföld eplakaka án kanils.


Þú þarft:

100 g smjörlíki
100 g sykur (1 1/4 dl)
1 egg
150 g hveiti (um 3 dl)
1 1/2 tsk lyftiduft
(2 msk kókosmjöl)
2 dl mjólk
1/2 tsk vanilludropar

1 epli
kanilsykur eða sykur og kókosmjöl

Ofnhiti: 175°C






Hrærið lint smjörlíki og sykur saman í hrærivélarskál
þar til það er létt og ljóst
Látið eggin, lauslega þeytt saman við smjörlíkishræruna.
Hrærið vel.
Gott getur verið að strjúka innan úr skálinni með sleikju
svo örugglega allt blandist vel saman.
Sigtið saman hveiti og lyftidufti og bætið í
til skiptis við vökvann.
Vökvanum bætt í til skiptis við þurrefnin.
Kókosmjölinu bætt við.
Hrærið á minnsta hraða og ekki of lengi
svo deigið verði ekki seigt.
Látið deigið í vel smurt mót.
Deigið má ekki fylla meira en 2/3 hluta mótsins.
Skerið niður eplið í litla báta. Það er fallegra að hafa fleiri
bita ofan á kökunni.
Hreinsið börkinn og steinana af eplabátunum.

Raðið eplabitunum fallega ofan á deigið.
Stráið kókosmjöli og sykri yfir eplin.
Bakið kökuna á neðstu rim í 30-40 mín. við 175°C.

Eplakakan er fullbökuð þegar hún hefur náð fallegum lit og
er farin að losna frá köntunum.
Hér má greinilega sjá að kakan hefur losað sig frá kantinum.
Falleg er hún þegar hún er komin á disk tilbúin
til að vera borin fram.
Eplakaka er best nýbökuð borin fram annað hvort með
þeyttum eða sýrðum rjóma. 
Verði mér að góðu.


1 comment:

  1. Mér fannst ekki gaman að gera þessa eplaköku. Kannski af því að mér þykja eplakökur ekki góðar.
    Ég ákvað að þar sem það var boðið uppá að nota sykur og kókosmjöl í stað kanilsykurs á toppinn að gera það, því mér þykir kanill ekki sérstaklega góður. Ég setti kannski fullmikið af sykri og kókosmjöli ofaná og ef ég ætti að gera þetta aftur, myndi ég minnka magnið til muna.
    Ég skar eplin mjög þunnt því mér þykir það betra en hafa þau þykkt skorin.
    Mér fannst frekar lítið deig sem fór í formið hjá mér. Kannski hefði ég átt að nota minna form, en ég átti það bara ekki til, því var gott að ég hafði skorið eplin mjög þunnt því þá fóru þau ekki svo djúpt ofan í kökuna.
    Það gekk vel að hræra kökuna eftir hefðbundinni aðferð.
    Kakan bakaðist vel og á tilsettum tíma. Einnig var hún bragðgóð, svona miðað við eplaköku.

    ReplyDelete