Tuesday, October 7, 2014

Hversdagsbrauð

Uppskriftin af brauðinu er úr bókinni: Eldað í dagsins önn, bls 112.
Ótrúlega einfalt brauð og mjög fljólegt, fyrir utan hvað það er bragðgott.





Þú þarft:

 4 dl heilhveiti
5 dl brauðhveiti (um það bil)
2 1/2 dl heitt vatn (úr krananum)
2 1/2 dl köld léttmjólk
2 msk matarolía
3 tsk þurrger
1 tsk salt
mjólk til penslunar
1 dl sesamfræ




Byrjið á að taka frá 1-2 dl af hveiti og heilhveiti og 
geymið þar til síðar.
Blandið saman heitu vatninu og köldu mjólkinn. Þá á vökvinn
að vera ylvolgur 37°C. Bætið olíunni útí.
Blandið gerinu og saltinu saman við.
Svo er heilhveitinu og hveitinu bætt við.
Öllu blandað saman og hrært.
Hveitinu sem var tekið frá er bætt við eftir þörfum.
Deigið sett á borðið til hnoða þangað til það klístrast
hvorki við hönd né borð.
Brauðið er hnoðað á borði mótað og sett í vel smurt 
jólakökuform. Gætið þess að gera deigið ekki hart. 
Brauðið er penslað með mjólk.
Sesamfræjunum stráð yfir.
Brauðið sett í kaldan ofn og stillt á 180°C.
Brauðið hefast á meðan ofninn er að hitna.
Gott er að setja pappír undir brauðið þar sem sesamfræin geta
farið út um allan ofn.
Bakið í 45 mínútur eða þar til brauðið gulbrúnt á litinn. 
Gott er að geta tekið pappírinn 
með sesamfræjunum úr ofninum áður en þau brenna.
Fallega gulbrúnt brauðið komið úr ofninum.
Mjög auðvelt er að ná brauðinu úr vel smurðu forminu.
Þetta er girnilegt brauð.
Auðvelt er að skera brauðið.
Verði mér að góðu.

1 comment:

  1. Það var fljótlegt að hræra saman í þetta brauð og alger snilld að það skuli vera látið hefast á meðan ofninn er að hitna. Enginn biðtími í hefingu eða neitt.
    Mér fannst fullmikið að setja heilan dl af sesamfræjum, en gerði það, því það stóð í uppskriftinni. Brauðið fór mjög hátt úr forminu enda góð og flott lyfting í því, næstum því bara eins og alvöru búðarbrauð. Af þessum sökum þá fóru sesamfræðin útum allan botninn og varð ég að gera hlé á bakstrinum til að þrífa þau sem mest upp, því annars myndu þau brenna. Ég setti svo bökunarpappír undir brauðið til þess að grípa fleiri semsafræ. Ég tæmdi bökunarpappírinn tvisvar þegar ég hóf baksturinn aftur.
    Þetta var rosalega flott brauð fyrir augað og mjög fljótlegt, en ég var ekki sérlega hrifin af bragðinu eða brauðinu sjálfu. Ég hugsa að ég eigi ekki eftir að baka það aftur.

    ReplyDelete