Monday, October 6, 2014

Löng hveitibrauð - snittubrauð

Uppskriftin af brauðinu er úr bókinni: Við matreiðum, bls. 245.
Þetta er mjög góð uppskrift af snittubrauði og mæli ég innilega með því að baka það til að hafa með súpunni eða pastaréttinum.


Þú þarft:

250 gr hveiti (tæplega 5 dl)
2 1/2 tsk þurrger eða 25 gr pressuger
1 tsk salt
1 tsk sykur
1 msk matarolía
2 1/2 dl vel volgt vatn

1-2 dl hveiti til að hnoða 
upp í deigið
egg til penslunar.

Ofnhiti 225°C





Hveiti, þurrgeri, salti og sykri er sett saman í skál
Blandað saman með sleif.
Olían sett í vel volgt vatnið og því svo hellt í skálina.
Hrærið saman þangað til deigið sleppir skálinni.
Látið deigið hefast í 15 mínútur.
Þetta skiptið hefaðis það aðeins lengur en 15 mínútur.
Sjáið fallegu glútenþræðina í deiginu.
Deigið hnoðað aftur.
Deiginu er skipt í tvo jafn stóra hluta.
Mótuð eru tvö sívöl mjó brauð, jafnlöng bökunarplötunni.
Látið brauðið lyfta sér aftur.
Penslið brauðin með sundurþeyttu eggi.
Skerið grunna skurði í brauðin með 5 cm millibili.
Bakið í miðjum ofni við 225°C í um 15 mínútur.
Skerið niður og njótið.
Mjög gott brauð með hvers kyns mat.

1 comment:

  1. Brauðið er mjög bragðgott og sé ég fyrir mér að gera á því tilraunir eins og bæta í það ólívum, kryddi og jafnvel osti ofan á og innan í.
    Í þetta skiptið gleymdist brauðið þegar það var að hefast í fyrra skiptið. Egginu var penslað á í rangri röð miðað við leiðbeiningarnar í uppskriftinni, þar stendur að það eigi að skera grunna skurði og svo pensla brauðin. Brauðin féllu nokkuð þegar skorið var í þau. Prófað var tvenns konar skurður á brauðin, til að sjá hvort það hefði einhverja þýðingu fyrir baksturinn. Bökunartíminn var styttur og er það væntanlega sökum þess að ofninn sem bakað er í er nýr og mjög góður. Þrátt fyrir að brauðin séu mjög dökk og algerlega fullbökuð, þá áttu þau samkvæmt leiðbeiningum í uppskriftinni eftir 8 mínútur í ofninum. Voru brauðin tekin út til að koma í veg fyrir að þau brynnu.

    ReplyDelete