Saturday, October 18, 2014

Heilsubrauð

Uppskriftin af brauðinu er úr bókinni: Eldað í dagsins önn, bls 118.
Rosalega gott og hollt brauð sem minnir á brauðið hennar ömmu sem er eitt af uppáhalds brauðunum.




Þú þarft:

4 dl haframjöl
5 dl heilhveiti
5 dl rúgmjöl
2 dl hveiti
4 tsk lyftiduft
1 tsk natrón
1 tsk salt
10 dl létt súrmjólk eða létt AB mjólk 

Ofnhiti: 180°C





Blandið öllum þurrefnunum saman í skál.
Blandið saman þurrefnunum í skálinni.
Bætið AB mjólkinni út í.
Blandið öllu saman.
Hrærið eins lítið og hægt er.
Setjið deigið í vel smurð jólakökuform.
Bakið brauðið í um það bil 50 mínútur við 180°C
Falleg brauðin komin úr ofninum.
Brauðin renna auðveldlega úr vel smurðum fomunum.
Ekki er auðvelt að skera brauðið meðan það er heitt.
Gott getur verið að geyma brauðið til morguns í röku stykki.
Verði mér að góðu.

1 comment:

  1. Þetta er fremur auðvelt brauð í bakstri. Þó þarf maður að passa að þegar verið er að blanda saman öllum efnunum að það sé vel blandað saman.
    Ég breytti uppskriftinni á þann hátt að ég notaði létt AB mjólk í stað þess að nota létt súrmjólk.
    Mjög erfitt var að skera brauðið þegar það var nýtt, en það var mjög bragðgott engu að síður.
    Ég lét það bíða í einn dag og þá var strax auðvelgara að skera það, þrátt fyrir að það hafi verið mjög þétt í sér og frekar erfitt að komast í gegnum það.
    Mjög bragðgott brauð sem ég alveg örugglega eftir að gera aftur.

    ReplyDelete