Þetta er venjuleg jólakaka algerlega hefðbundin með súkkati og rúsínum.
Þú þarft:
100 gr smjörlíki eða 3/4 dl matarolía
125 gr sykur eða um 1 1/2 dl
2 egg
200 gr hveiti eða um 3 1/2 dl
- eða hveiti og heilhveiti
2 1/2 tsk lyftiduft
1/2-1 tsk steyttar kardemommu eða 1/4 tsk sítrónudropar
1 dl mjólk
1 dl rúsínur, kúrennur eða brytjaðir þurrkaðir ávextir
1/2 dl súkkat
Ofnhiti 175°C
Ofnhiti 175°C
Sigtið þurrefnin, þ.e. mjöl, lyftiefni, krydd o.fl. í hrærivélarskálina |
Látið matarolíu eða lint smjörlíki, vökva og egg (lauslega þeytt) í skálina hjá þurrefnunum. |
Hrærið deigið í 1 mín. á minnsta hraða og síðan í þrjár mín.á miklum hraða vélarinnar. Best er að taka tímann nákvæmlega. |
Rúsínum og súkkati velt upp úr 1 msk af hveiti (sem búið var að taka frá upphaflegu hveiti) áður en þeim er bætt í deigið. |
Rúsínum og súkkati blandað saman við vel þeytt deigið. |
Rúsínurnar og súkkatið dreifast vel um deigið. |
Deigið sett í vel smurt form. |
Bakað við 175°C í um 1 klukkustund. |
Kakan er bökuð þegar hún losnar frá börmum mótsins, vel lyft og jafnbökuð í gegn. |
Kakan á að bíða nokkra stund í forminu áður en hún er tekin úr og sett á kökugrind og kæld. |
Kakan ansi falleg komin úr forminu og tilbúin til að vera skorin niður. |
Jólakaka bökuð með þessari aðferð er þéttari í sér en kaka bökuð með hefðbundinni aðferð. |
Verði mér að góðu. |
Það var áhugavert að baka jólaköku að því leiti að ég hef ekki bakað jólaköku síðan ég var í matreiðslu í grunnskóla sjálf. Þetta er ekki kaka sem maður bakar fyrir fjölskylduna og ber á borð, þrátt fyrir að vera hefðbundin íslensk jólakaka.
ReplyDeleteÉg valdi að gera kökuna eftir Aðferð II þar sem ég hef aldrei bakað köku með þeim hætti fyrr. Það fannst mér mjög áhugavert og gæti ég vel hugsað mér að tileinka mér þessa aðferð við bakstur.
Ég valdi líka að nota súkkat, þrátt fyrir ráðleggingar þess efnis að það væri ekki vinsælt innihaldsefni í jólaköku. En þar sem ég mundi ekki eftir því að hafa nokkru sinni smakkað súkkat ákvað ég að prófa.
Það var gaman að læra meira nýtt en bara þessa bökunaraðferð. Ég lærði líka hvernig blanda á ávöxtum við deig án þess að allir ávextirnir lendi á sama stað, heldur dreifist vel um alla kökuna.
Kakan var mjög bragðgóð og fann ég ekkert sérstaklega fyrir súkkatinu. Best var hún heit með ískaldri mjólk.