Tuesday, December 16, 2014

Spergilkálssúpa

Uppskriftin er úr Eldað í dagsins önn, bls. 85.
Þessi uppskrift af spergilkálssúpunni er handa fjórum. Þetta er fremur einföld uppskrift og nokkuð fljótleg í framkvæmd. Hægt er að bera súpuna fram með nýbökuðu grófu brauði og grænmetissalati.





Þú þarft:

1 lítill laukur
2 meðalstórar kartöflur
200 g spergilkál
7 dl vatn
1 nautakjötsteningur
75 g rjómaostur
1 dl léttmjólk
1 tsk þurrkuð basilíka




Kjöt með karrísósu.

Uppskriftin er úr Eldað í dagsins önn, bls. 22.
Þessi uppskrift að kjöti með karrí er handa fjórum. Þetta er matur sem er búinn að vera á borðum Íslendina í fjöldamörg ár og gæti flokkast undir einn af þjóðarréttunum. Rétturinn er borinn fram með soðnum hrísgrjónum og spergilkáli auk grænmetisins sem var soðið með kjötinu.

Þú þarft:

6 dl vatn
5-70 g lambasneiðar
1 1/2 tsk salt
3 gulrætur
4 meðalstórar kartöflur













Karrísósa:

3 dl kjötsoð
1 dl léttmjólk
2 1/2 msk hveiti
1/2 - 1 tsk karrí






Saltkjöt og baunir

Uppskriftin er úr Eldað í dagsins önn, bls. 15.
Þessi uppskrift er handa fjórum til fimm og er hún rosalega bragðgóð og frekar einföld í framkvæmd, þó það þýði að gott skipulag þurfi að koma til.



Þú þarft:

200 g gular hálfbaunir
13 dl vatn
500 g saltkjöt 
2-4 sneiðar beikon
1 meðalstór gulrófa
3-4 gulrætur
5 meðalstórar kartöflur
1 meðalstór laukur
100 g hvítkál
nokkrir spergilkálskvistir





Íslensk kjötsúpa, endurbætt

Uppskriftin er úr Eldað í dagsins önn, bls. 9.
Reglulega góð íslensk kjötsúpa, sem verður bara betri og betri. Smá fyrirtæki að koma henni saman en það er vel þess virði þegar súpan er boðin fram og borðuð.



Þú þarft:


13 dl vatn
600 g lambakjöt
1-2 nautakjötsteningar
1 tsk salt
7 msk súpujurtir
4-6 meðalstórar kartöflur
1 stór eða meðalstór gulrófa
3-4 gulrætur
100 g hvítkál
1 meðalstór laukur
3-4 msk blaðlaukssúpuduft



Töfrafiskur

Uppskriftin er úr Eldað í dagsins önn, bls. 48.
Þessi uppskrift er fyrir fjóra. Einföld og mjög bragðgóð uppskrift af fisk og ekki spillir fyrir hið skemmtilega nafn á réttinum. Borið fram með hrísgrjónum, rifnum gulrótum, hvítkáli og rúsínum.





Þú þarft:

1 epli
1/2-1 tsk karrý
400 g ýsuflök
1/2 tsk salt
15 g smjör
1 dl rifinn ostur
1 tsk þurrkað dill til skrauts





Steiktar fiskibollur

Uppskriftin er úr Eldað í dagsins önn, bls. 40.
Alveg dýrindis fiskibollur sem er alveg upplagt að hafa á boðstólnum á hverju íslensku heimili í það minnsta einu sinni í mánuði. Borið fram með soðnum kartöflum, sósu, gúrku og rifnum gulrótum.





Þú þarft:
Bollur:

400 gr ýsuflök
1 meðalstór laukur
1 tsk salt
1/4 tsk pipar
1 1/2 - 2 msk kartöflumjöl
3 msk hveiti
1 egg
1 1/2 msk matarolía
3 dl vatn
1-2 tsk fiskikraftur



Sósa:
Soðið af bollunum
1 dl vatn eða mjólk
1 1/2 msk hveiti
2-3 dropar sósulitur







Grænmetispottréttur

Uppskriftin er úr Við matreiðum, bls. 175.
Þetta er ljúffengur og einfaldur pottréttur fullur af grænmeti. Tilvalinn pottréttur þegar grænmetið í ísskápnum hefur mátt muna fífil sinn fegri. Gott er að bera réttinn fram með hrísgrjónum, jafnvel brúnum eða bankabyggi.



Þú þarft:

800 g blandað, hreinsað grænmeti.
(dæmi: gulrætur, gulrófur, kúrbítur, paprika
hvítkál, kartöflur, blómkál)
1-2 laukar í sneiðum
1-2 msk ólífuolía
1 dós kjúklingabaunir
1 dl kjúklingasoð
1 dós niðursoðnir tómatar
1 tsk krosskúmen (cumin)
1 tsk túrmerik
1-2 msk tómatmauk
kajenpipar, salt og svartur nýmalaður pipar