Friday, December 12, 2014

Ofnbakaðir fiskfingur með tartarsósu

Uppskriftin er úr Af bestu lyst III, bls. 33.
Þetta eru mjög bragðgóðir og nokkuð auðveldir fiskifingur með mjög góðri og ferskri tartarsósu.



Þú þarft:

600 g þorskflök
100 g gróft brauð
7 msk hveiti
nýmalaður pipar
salt
1 egg
1 msk olía

Ofn 200°C







Skerðu fiskflökin í 2-3 cm ræmur þvert yfir.
Rífðu brauðið niður og settu í matvinnsluvél.
Gerðu brauðið að mylsnu í matvinnsluvélinni.
Settu á diska egg, brauðmylsnu og hveiti með salti og pipari.
Veltu fiskinum upp úr krydduðu hveitinu.
Veltu fiskinum síðan upp úr egginu.
Að síðustu veltu fiskinum upp úr brauðmylsnunni.
Raðaðu fiskinum á pappírsklædda bökunarplötu.
Ýrðu olíunni jafnt yfir.
Bakaðu fiskfingurna í miðjum ofni í um 10 mínútur.
Berðu fram með tartarsósu.
Verði mér að góðu.

1 comment:

  1. Fiskurinn sem ég notaði í þessa uppskrift var eitthvað skrítinn og lenti ég í mestu vandræðum með að gera réttinn. Tel ég mjög ólíklegt að ég eigi eftir að gera þessa uppskrift aftur þar sem mér fannst hún vera of flókin eða kannski frekar leiðinlegt að gera hana. Þó var gaman að fá að prófa að búa til sitt eigið rasp. Tel ég líklegra en ekki að ég eigi eftir að láta af því verða að gera það einhverntíman síðar.
    Fiskurinn var þó mjög bragðgóður og passaði einstaklega vel með tartarsósunni.

    ReplyDelete