Friday, December 12, 2014

Tandoori kartöflur

Uppskriftin er úr Af bestu lyst II, bls 63.
Nokkuð stór uppskrift af kartöflum. Öðruvísi að hafa tandoori kartöflur með matnum. Passar best með inverskum mat. Frekar sterkar.



Þú þarft:

1 1/2 kg kartöflur
1 msk olía
3 laukar
150 gr rúsínur
4 msk tandoori-mauk
2 tsk sterkt karrý
2-3 tsk garam masala
2 tsk cumin
1/8 tsk cajun pipar
ferskt kóríander eða steinselja.





Afhýðið kartöflur og lauk. Skerið svo í teninga.


Hellið olíunni í pott.
Mýkið kartöflurnar í olíunni.
Bætið við vatni.
Bætið við kryddi og rúsinum.
Sjóðið í klukkutíma eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar.
Verði mér að góðu.

1 comment:

  1. Ég hefði betur keypt stærri kartöflur þegar ég var að velja kartöflur fyrir þennan rétt. Það tók heila eilífð að skræla allt eina og hálfa kílóið sem er í uppskriftinni. Annars var þetta ekki flókin uppskrift og frekar fljótleg ef talið er frá tíminn sem fór í að skræla kartöflurnar. Rétturinn er mjög sterkur og ekki voru allir heimilsmeðlimir jafn hrifnir af því að hafa rúsínur í matnum.
    Ég geri ekki ráð fyrir því að þessar kartöflur verði eldaðar aftur hér á þessu heimili.

    ReplyDelete