Nokkuð stór uppskrift af kartöflum. Öðruvísi að hafa tandoori kartöflur með matnum. Passar best með inverskum mat. Frekar sterkar.
Þú þarft:
1 1/2 kg kartöflur
1 msk olía
3 laukar
150 gr rúsínur
4 msk tandoori-mauk
2 tsk sterkt karrý
2-3 tsk garam masala
2 tsk cumin
1/8 tsk cajun pipar
ferskt kóríander eða steinselja.
Afhýðið kartöflur og lauk. Skerið svo í teninga. |
Hellið olíunni í pott. |
Mýkið kartöflurnar í olíunni. |
Bætið við vatni. |
Bætið við kryddi og rúsinum. |
Sjóðið í klukkutíma eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar. |
Verði mér að góðu. |
Ég hefði betur keypt stærri kartöflur þegar ég var að velja kartöflur fyrir þennan rétt. Það tók heila eilífð að skræla allt eina og hálfa kílóið sem er í uppskriftinni. Annars var þetta ekki flókin uppskrift og frekar fljótleg ef talið er frá tíminn sem fór í að skræla kartöflurnar. Rétturinn er mjög sterkur og ekki voru allir heimilsmeðlimir jafn hrifnir af því að hafa rúsínur í matnum.
ReplyDeleteÉg geri ekki ráð fyrir því að þessar kartöflur verði eldaðar aftur hér á þessu heimili.