Það er tilvalið að hafa hrærðar kartöflum með ýmsum mat. Sem dæmi má nefna smásteik eða öðru nafni gúllas.
Þú þarft:
1/2 kg kartöflur
1/2 - 1 dl mjólk
1/2 - 1 tsk salt
örlítill pipar
1/4 tsk múskat
Þvoið og flysjið hráar kartöflurnar. |
Skerið þær í sundur í tvennt eða fernt. Fer eftir stærð. |
Raðið kartöflunum í pott, þétt saman og sjóðið þær í litlu saltlausu vatni þar til þær eru meirar. |
Notið smávegis af kartöflusoðinu og bætið svolitlu af mjólkinni út á kartöflurnar. Kryddið með salti og pipar. |
Hrærið með töfraspota eða ragmagnsþeytara þar til kartöflurnar eru jafnar og kekkjalausar. |
Verði þér að góðu. |
Hrærðar kartöflur eru hreinlega ekki vinir mínir! Ég virðist ekki geta gert svona kartöflustöppu án þess að gera hana alltof þunna. Að þessu sinni var hún líka alltof þunn og lak út um allan diskinn. En hún var mjög bragðgóð en það vantaði virkilega að hún væri aðeins fastari í sér.
ReplyDeleteÉg tel það einstaklega ólíklegt að ég eigi eftir að gera svona kartöflumús eins og það var nú kallað á mínu heimili, nokkurn tíman í framtíðinni.