Friday, December 12, 2014

Gróft brauð með lyftidufti

Uppskriftin er úr Af bestu lyst II, bls. 71.
Mjög einföld og fljótleg uppskrift að heilsusamlegu og frekar grófu brauði. Brauðið hentar vel til frystingar.

Þú þarft:

1/2 dl hörfræ
1/2 dl sesamfræ
1/2 dl sólblómafræ
4 dl hveiti
4 dl heilhveiti
1 msk lyftiduft
2 tsk salt
1/2 lítri jógúrt/létt súrmjólk
eða AB mjólk
2 dl vatn
1 msk hunang
1 msk sólblómaolía

175°C í klukkutíma






Setjið öll þurrefnin saman í skál.
Blandið þeim vandlega saman.
Bætið hunanginu útí.
Bætið svo restinni af vökvanum útí.
Hrærið saman. Deigið á að vera mjög blautt.
Setjið í smurt jólakökuform.
Bakið í 175°C í 1 klukkustund.
Brauðið er fullbakað þegar það er laust frá börmunum.
Brauðið rennur auðveldlega úr vel smurðu forminu.
Girnilegt vel bakað og hollt brauð.
Verði mér að góðu.

1 comment:

  1. Þetta brauð er einstaklega einfalt og fljótlegt. Tilvalið til að búa til ef ekkert er til brauðið á heimilinu. Ég held samt að ég myndi sleppa hunanginu ef ég ætlaði að baka þetta brauð aftur.
    Það er erfitt að hræra brauðið saman því það er mjög stíft og að ná öllu hráefninu saman í eina fallega heild. Brauðið varð betra eftir því sem leið á aldur þess, það varð bæði auðveldara að skera það sem og bragðbetra.
    Það er nokkuð líklegt að ég muni henda í svona brauð einhverntíman þegar tækifæri gefst til þess.

    ReplyDelete