Frekar einföld og þægileg uppskrift af rabarbaraböku. Þó ber að hafa í huga að rabbarbari er árstíðarbundinn og því skynsamlegt að gera bökuna frekar að sumri til en vetri. Hún er mjög fersk og passar einmitt vel sem sumarbaka.
400 g rabarbari
250 g jarðarber
100 g sykur
Deig:
2 egg
2 eggjahvítur
100 g marsipan
4 msk sykur
2 msk Grand Marnier appelsínulíkjör
Jógúrtrjómi:
1 dl rjómi
1 dós jógúrt án ávaxta
2 tsk vanillusykur
12 appelsína, bæði börkur og safi
Þvoið rabarbarann vel og skerið í 2-3 cm bita. Raðið í eldfast mót og dreifið sykrinum yfir. |
Setjið álpappír yfir og bakið í 180°C í 15 mínútur. Látið síðan mesta hitann rjúka úr. |
Skerið jarðarberin í tvennt eða þrennt, fer eftir stærð. |
Blandið saman í rabarbarann. |
Aðskiljið eggin. Stífþeytið eggjahvíturnar. |
Blandið saman eggjarauðum, marsipani, líkjör og sykri. |
Hrærið saman í kekkjalausan jafning. |
Blandið eggjahvítun gætilega saman við með sleikju. |
Setjið deigið ofan á rabarbarann og jarðarberin. |
Bakið í 150°-160°C heitum ofni í 15-20 mínútur. |
Blandið saman jógúrti, vanillusykri og appelsínuberki. |
Bætið appelsínusafanum saman við. |
Blandið þeyttum rjómanum varlega saman við blönduna. |
Berið fram ilvolgt. |
Verði mér að góðu. |
Ég notaði helmingi minna af rabbarbara í kökuna en gefið var upp í uppskriftinni. Fannst mér það vera alveg nóg og hefði ekki viljað hafa meiri rabbarbara í henni. Kakan var mjög bragðgóð og notaði ég Grand marnier í uppskriftina. Ég veit ekki hvort það hefur haft eitthvað að segja um bragðið en það var mun auðveldara að hræra saman eggjarauðurnar og marsipanið þegar líkjörinn var í en ef hann hefði ekki verið.
ReplyDeleteKakan var frekar blaut og fannst mér hún vera of blaut fyrir minn smekk.
Rjóminn var einstaklega góður og tel ég vel hugsanlegt að ég muni gera svona rjóma síðar við annað tækifæri.
Kökuna geri ég hins vegar ekki ráð fyrir að gera aftur, því hún vakti lítinn fögnuð hér á þessu heimili. Hvort það var vegna þess að í henni var áfengi eða af því að hún var í súrari kantinum veit ég ekki.