Tuesday, December 16, 2014

Steiktur fiskur með brúnuðum lauk.

Uppskriftin er úr Við matreiðum, bls. 91.
Þetta er ósköp venjuleg uppskrift af steiktum fiski. Einföld og góð og eitthvað sem allir ættu að hafa í matinn í það minnsta einu sinni í mánuði. Gott er að bera fiskinn fram með brúnuðum lauk, soðnum kartöflum, rifnum gulrótum og sítrónu.






Þú þarft:

500 g fiskur
1/4 - 1/2 tsk salt
örlítill pipar
3-4 msk matarolía
sítrónubátar
gúrkusneiðar









Skerið flökin í meðalstór stykki. Þau þurfa að vera sem
jöfnust að stærð, þá þurfa þau sama steikingartíma.
Blandið saman mjöli og kryddi og veltið
fiskstykkjunum upp úr því.
Steikið á báðum hliðum við meðalhita.
Slökkvið á hellunni og látið fiskinn steikjast
áfram í nokkrar mínútur.
Verði þér að góðu.

1 comment:

  1. Þetta er í fyrsta skipti sem mér tekst að steikja fisk án þess að hann fari allur í sundur. Annars var þetta auðvelt í framkvæmd og þokkalega fljótlegt. Ég geri samt ekki ráð fyrir að þetta muni verða borið á borð aftur á þessu heimili. Rétturinn vakti ekki mikla ánægju hjá heimilisfólkinu.
    Rétturinn er borinn fram með rifnum gulrótum og kartöflum, einn þriðji af diskinum fyrir hvert hráefni, eftir leiðbeiningum Lýðheilsustöðvar.

    ReplyDelete