Þetta er mjög fljótlegt og einstaklega einfalt laxapaté. Það er sérlega gott með þýsku rúgbrauði.
Þú þarft:
100 g reyktur lax
1 vorlaukur eða nokkur graslauksstrá
250 g kotasæla
nýmalaðaur pipar
Brytjaðu laxinn og vorlaukinn og settu svo í matvinnsluvél. |
Taktu örlítið frá til að nota til skreytingar. |
Bættu í matvinnsluvélina kotasælu og nýmöluðum pipar. |
Blandaðu uns áferðin er orðin silkimjúk. |
Skreytið paté-ið með laxinum og lauknum. |
Verði mér að góðu. |
Þetta var sá réttur sem kom mér allra mest á óvart við gerð þessa verkefnis. Ég er ekki sérlega hrifin af laxi og fannst alveg ferlegt að þurfa að búa til eitthvað laxapaté sem myndi svo bara eyðileggjast í ísskápnum. En þegar ég var búin að gera paté-ið og smakkaði það, þá var það bara alveg rosalega gott og passaði einstaklega vel saman við þýska rúgbrauðið.
ReplyDeleteÞar sem auðvelt og einfalt var að gera svona paté, fyrir utan hvað það var gott, mun það pottþétt verða gert aftur á þessu heimili einhverntíman í framtíðinni.