Þessi uppskrift að kjöti með karrí er handa fjórum. Þetta er matur sem er búinn að vera á borðum Íslendina í fjöldamörg ár og gæti flokkast undir einn af þjóðarréttunum. Rétturinn er borinn fram með soðnum hrísgrjónum og spergilkáli auk grænmetisins sem var soðið með kjötinu.
6 dl vatn
5-70 g lambasneiðar
1 1/2 tsk salt
3 gulrætur
4 meðalstórar kartöflur
Karrísósa:
3 dl kjötsoð
1 dl léttmjólk
2 1/2 msk hveiti
1/2 - 1 tsk karrí
Hellið vatni í pott og hitið að suðu. |
Hreinsið kjötið og látið í pottinn þegar vatnið sýður. Sjóðið í um 40 mínútur. |
Flysjið gulræturnar og kartöflurnar, skerið í jafna bita. Látið í pottinn og sjóðið áfram í 10-15 mínúturl |
Veiðið kjötið og grænmetið upp úr pottinum og haldið heitu. |
Blandið saman léttmjólkinni, hveitinu og karríinu og hristið. |
Hellið jafningnum út í soðið og hrærið vel á meðan. |
Verði þér að góðu. |
Þetta var bara venjulegt kjöt í karrí og var ekkert sérstakt við það að matbúa það fannst mér og lærði ég í sjálfu sér ekki neitt nýtt á því að elda það.
ReplyDeleteÞetta féll alveg í kramið á heimilinu, það er að segja bragðlega séð, en verður örugglega ekki eldað aftur, þar sem kjötið er frekar dýrt og það voru engin svakaleg fagnaðarlæti yfir þessum rétti.
Kjötið var borði fram með karrísósunni, hrísgrjónum og grænmetinu sem var soðið með í pottinum.