Friday, December 12, 2014

Gróft veislubrauð

Uppskriftin af brauðinu er úr Af bestu lyst I, bls. 29.
Þetta er mjög gott brauð og gaman að bera það á borð. Mjög gott að borða það með t.d. súpu eða jafnvel eitt og sér með áleggi.



Þú þarft: 

1/2 dl hörfræ
1/2 dl sesamfræ
1 dl sólblómafræ
1/2 rúgkjarnar
4 dl vatn
8 dl hveiti
1 dl hveitiklíð
3/4 msk salt
2 1/2 tsk þurrger
1 lítið egg
3 1/2 dl volgt vatn
mjólk til penslunar
Skraut:
hörfræ, sesamfræ
og sólblómafræ
225°C 35-40 mínútur




Leggið fræin og rúgkjarnana í bleyti yfir nótt
eða í átta klúkkustundir.
Hellið afgangsvatninu frá eftir nóttina.

Bætið megninu af hveitinu út í ásamt hveitiklíði,
salti og þurrgeri, eggi og vatninu.
Blandið öllu vel saman.

Látið hefast á hlýjum stað.
Eftir um það bil klukkustund hefur deigið tvöfaldast.
Hnoðið og bætið afganginum af hveitinu saman við.
Skiptið deiginu í sjö hluta.
Mótið kúlur úr þeim.

Leggið eina kúlu á miðjuna á bökunarpappír og raðið hinum
í kring.
Látið deigið hefast í 45 mínútur.
Penslið með mjólk.
Stráið hör-, sesam- og/eða sólblómafræjum yfir.
Bakið neðarlega í 225°C í 35-40 mínútur.
Látið brauðið kólna aðeins áður en það er borið fram.
Verði mér að góðu

1 comment:

  1. Þetta brauð fannst mér skemmtilegt að gera þó svo að ég skildi ekki alveg hvers vegna leggja ætti fræin í bleyti daginn áður. Ég kláraði reyndar öll sesamfræin þegar ég var að leggja fræin í bleyti og því voru svo engin sesamfræ í skreytingunum ofaná.
    Brauðið var mjög bragðgott og líktist brauði sem keypt er úti í búð.
    Mér fannst pínu erfitt að finna út hvernig maður ber sig að eftir að hafa borið brauðið á borð, þar sem kúlurnar eru mjög stórar og ekki er hægt fyrir einn einstakling að borða heila kúlu. Því endaði ég á því að skera hverja kúlu niður í sneiðar eins og um væri að ræða 7 lítil smábrauð.
    Ég er nokkuð viss um að þetta brauð eigi ég eftir að gera aftur, bæði var það auðvelt og mjög bragðgott.

    ReplyDelete