Tuesday, December 16, 2014

Brúnaður laukur.

Uppskriftin er úr Eldað í dagsins önn, bls. 91.
Laukinn er mjög gott að bera fram með steiktum fisk.







Þú þarft:

1-2 laukar
1-2 msk matarolía











Hreinsið laukinn og skerið hann í fremur þunnar sneiðar.
Hellið olíunni á pönnu og hitið.
Dreifið lauknum um heita feitina.
Hrærið í lauknum á meðan hann er að brúnast.
Látið laukinn yfir fiskinn um leið og hann er borinn fram.
Verði þér að góðu.

1 comment:

  1. Mér fannst tilvalið að hafa brúnaða laukinn á sér síðu, það er frekar auðvelt að brúna lauk. Hér áður var það oftar gert í smjörlíki eða smjöri. En samkvæmt ráðleggingum Lýðheilsustöðvar er betra að steikja hann upp úr olíu.

    ReplyDelete