Tuesday, December 16, 2014

Saltkjöt og baunir

Uppskriftin er úr Eldað í dagsins önn, bls. 15.
Þessi uppskrift er handa fjórum til fimm og er hún rosalega bragðgóð og frekar einföld í framkvæmd, þó það þýði að gott skipulag þurfi að koma til.



Þú þarft:

200 g gular hálfbaunir
13 dl vatn
500 g saltkjöt 
2-4 sneiðar beikon
1 meðalstór gulrófa
3-4 gulrætur
5 meðalstórar kartöflur
1 meðalstór laukur
100 g hvítkál
nokkrir spergilkálskvistir







Leggið baunirnar í bleyti í hluta af suðuvatninu, helst
daginn áður. Það styttir suðutímann til muna.

Bætið vatni í pottinn og sjóðið í 15 mín.
Fleytið froðuna ofan af baununum.
Skerið kjötið í bita, bætið því í pottinn og sjóðið í 50 mín.
Hreinsið grænmetið og skerið í bita.
Bætið grænmetinu í pottinn og sjóðið áfram í 15. mín.
Að undanskildu spergilkálinu sem fer í þegar 5 mín eru eftir.
Verði þér að góðu.

1 comment:

  1. Þetta fannst mér leiðinlegt að gera, þrátt fyrir að það væri alls ekki svo flókið í framkvæmd. Kannski af því að mér þykja saltkjöt og baunir ekkert sérlega góðar, því fannst mér þetta leiðinlegt verkefni.
    En ég laggði baunirnar í bleyti daginn áður, reyndar tveimur dögum áður þar sem ég gleymdi þeim óvart inni í ísskáp í einn dag.
    Aðrir heimilismenn höfðu heldur ekki mikinn áhuga á súpunni og því verður hún ekki elduð oftar heima hjá mér.
    Ég gaf afganginn af súpunni áfram og var mér tjáð að þetta væri sérlega góð baunasúpa, jafnvel með þeim betri sem viðkomandi hafði smakkað.
    Ég bar ekkert sérstakt fram með súpunni, enda er hún, eins og kjötsúpan fullkomin máltið í sjáfri sér.

    ReplyDelete