Tuesday, December 16, 2014

Töfrafiskur

Uppskriftin er úr Eldað í dagsins önn, bls. 48.
Þessi uppskrift er fyrir fjóra. Einföld og mjög bragðgóð uppskrift af fisk og ekki spillir fyrir hið skemmtilega nafn á réttinum. Borið fram með hrísgrjónum, rifnum gulrótum, hvítkáli og rúsínum.





Þú þarft:

1 epli
1/2-1 tsk karrý
400 g ýsuflök
1/2 tsk salt
15 g smjör
1 dl rifinn ostur
1 tsk þurrkað dill til skrauts








Smyrjið eldfast mót

Flysjið eplið, skerið í litla bita og dreifið þeim í mótið.

Stráið karrýinu yfir og glóðið í 4-5 mínútúr.

Hreinsið og skerið fiskinn í stykki og setjið ofan á eplabitana.

Saltið og dreifið nokkrum smjörklípum ofaná.

Glóðið fiskinn í 5-8 mínútur.

Sáldrið ostinum yfir.

Glóðið fiskinn áfram í 1-2 mínútur.

Skreytið með þurrkuðu dilli.

Verði þér að góðu.


1 comment:

  1. Þessi réttur kom svo skemmtilega á óvart að ég er búin að elda hann tvisvar síðan ég tók allar myndirnar af honum. Þegar fer að síga á seinni hlutan hjá eplunum á heimilinu finnst mér fullkomið að búa til þenna rétt úr eplunum, frekar en skella í eplaköku sem ekki er svo borðuð á þessu heimili.
    Öll framkvæmdin gekk eins og í sögu og bragðaðist fiskurinn frábærlega vel.
    Ég bar réttinn fram með hrísgjrónum og salati sem samanstóð af gulrótum, hvítkáli, rúsínum og sítrónusafa.

    ReplyDelete