Friday, December 12, 2014

Linsubaunir með grænmeti

Uppskriftin er úr Af bestu lyst II, bls. 65.
Einföld, fljótleg og ódýr uppskrift af hollum grænmetisrétti með baunum.



Þú þarft:

1 laukur
2 rif hvítlaukur
2 gulrætur
3 kartöflur
200 g linsubaunir
100 g hrísgrjón
1 tsk cumin
2 tsk karrý
1 blómkálshaus
1 msk ólífuolía
salt
nýmalaður pipar




Saxið lauk og hvítlauk.

Skerið gulrætur og kartöflur í strimla.
Hitið olíu í potti.
Setjið lauk, hvítlauk og gulrótarstrimla útí.
Skolið linsubaunirnar.
Setjið linsubaunir, kartöflur og hrísgrjón í pottinn.
Hellið vatni yfir þannað að rétt fljóti yfir grænmetið.
Kryddið með karrý og cumindufti.
Skiptið blómkálinu í greinar og sjóðið í 5 mínútur.
Kryddið með salti og pipar.
Verði mér að góðu.

1 comment:

  1. Þetta var nú meiri hamfarasagan þegar þessi réttur var gerður. Af einhverri ástæðu var hann ekki sérlega blautur þegar hann var tilbúinn og því erfitt að blanda blómkálinu saman við hann. Ef ég ætti að gera þennan rétt aftur,myndi ég bæta við meira vatni og skera blómkálið í minni einingar. Það held ég að gæti gert þennan rétt alveg ágætan. Hann var langt frá því að vera bragðvondur, en hann var mjög óaðlaðandi og langar mig ekki neitt til þess að gera hann aftur. Á ég ekki von á því að svo verði í nánust framtíð í það minnsta. En maður veit aldrei.

    ReplyDelete