Þetta eru mjög hefðbundnar steiktar kótilettur sem voru oft á matborðum hér áður fyrr, þó kannski aðeins meira spari en hversdags. Gott er að bera kótiletturnar fram með brúnuðum kartöflum, hrásalati að eigin vali og sósu.
Þú þarft:
4-6 kótilettur
2-4 kjötsneiðar
2-3 msk matarolía
2 dl hveiti
salt, pipar og paprikuduft
Blandið kryddinu saman við hveitið. |
Hitið olíu á pönnu. |
Veltið kjötinu upp úr hveitiblöndunni. |
Veltið öllu kjötinu uppúr hveitinu á báðum hliðum. |
Brúnið kjötið í heitri olíunni. |
Steikið á báðum hliðum þar til kjötið er orðið gegnsteikt. |
Hellið vatni til að fá kraftinn af pönnunni. Bætið jafnvel sósulit út í soðið. |
Verði þér að góðu. |
Ég valdi að steikja svínakótilettur. Ég vildi líka velta kótilettunum upp úr hveiti áður en ég steikti þær. Mér finnst einhvern veginn eins og kryddið festist betur við kjötið ef það er sett á á þennan máta.
ReplyDeleteÞetta var reglulega gott og var heimilisfólk almennt ánægt með þennan mat.
Ég bar kótiletturnar fram með salati sem ég átti til í ísskápnum og hinum hallærislegu brúnuðu kartöflum.