Þetta er mjög bragðgott lasagna sem er einnig frekar auðvelt í framkvæmd, en krefst smá undirbúnings.
Þú þarft:
2 laukar
3 hvítlauksgeirar
olía
250 g sveppir
250 g gulrætur
500 g spergilkál
2 dósir saxaðir tómatar
nýmalaður pipar
salt
1 msk ítölsk kryddjurtablanda
500 g kotasæla
lasagneplötur, ferskar eða forsoðnar
1 kúrbítur
75 g rifinn ostur
Saxaðu laukinn og hvítlaukinn smátt. |
Láttu krauma í nokkrar mínútur í víðum potti. |
Skerðu sveppina í sneiðar. |
Rífðu gulræturnar gróft. |
Settu sveppi, gulrætur og spergilkálsstöngla í pottinn og láttu krauma í 2-3 mínútur. |
Bættu tómötum út í, kryddaðu með pipar, salti og kryddjurtablöndu og láttu malla í 10-15 mínútur. |
Skerðu spergilkálskvistina í litla bita og kúrbítinn í sneiðar. |
Settu dálítið af kotasælu á botninn á eldföstu móti. |
Dreifðu dálítilli sósu yfir. |
Settu svo dálítið af spergilkáli og kúrbít yfir. |
Settu síðan lasagna plötu. Annað hvort ferska eða forsoðna. |
Endurtaktu þar til allt er búið og dreifðu þá ostinum yfir. |
Bakið í miðjum ofni í um hálftíma eða þar til allt er orðið meirt í gegn og osturinn gullinbrúnn. |
Verði mér að góðu. |
Tilhugsunin um grænmetis lasagna var ekki beint spennandi þegar ég átti að fara að gera það í þessu verkefni. Hef ég slæma reynslu af þeim í gegnum tíðina. Bæði verða þau oft alltof blaut og eru nánas því bragðvond. Þetta lasagna var hins vegar bæði bragðgott og alls ekki eins blautt og ég átti von á. Því var ánægjulegt að borða þetta lasagna.
ReplyDeleteÉg lenti í smá veseni með að brokkólíð var orðið svolítið gamalt og lúið, svo ég varð að snyrta það aðeins til svo ég gæti notað það í réttinn. Ég er ekki viss um að það hafi gert neitt til, því rétturinn var dásamlega góður.
Það er mjög líklegt að ég muni í framtíðinni skella mér í að búa til svona lasagna, þrátt fyrir einhver mótmæli frá fjölskyldumeðlimum um óþarflega mikið magn af grænmeti í réttinum.