Friday, December 12, 2014

Súrdeigsbrauð

Uppskriftin af brauðinu er úr Sæludagar með kokki án klæða - Jamie Oliver bls. 256.
Súrdeigsbrauð eru talin brauð af hollari gerðinni og eru mjög vinsæl í dag. Þetta brauð er einfalt og gott að gera í sjálfu sér og er öðruvísi en mörg önnur súrdeigsbrauð að því leiti að það þarf ekki að henda neinu á meðan verið er að búa til súrdeigsmóðurina.





Þú þarft:

500 gr. lífrænt rúgmjöl
Vatn













Mánudagur: Blandið rúgmjölinu og vatninu saman í skál.
Mánudagur: Setjið nógu mikið af vatni svo úr verði þykkt deig.
Mánudagur: Brauðið látið standa úti undir beru lofti í 1 klst.
Mánudagur: Látið standa á hlýjum stað undir plastþynnu.
Þriðjudagur: Deigið farið að ólga. Látið það eiga sig.
Miðvikudagur: Deigið heldur áfram að ólga.
Miðvikudagur: Deigið orðið ögn grátt.
Miðvikudagur: Bætið hnefa af hveiti og ögn af vatni saman við.
Miðvikudagur: Hrærið vel saman.
Miðvikudagur: Deigið á að verða eins og á mánudaginn.
Miðvikudagur: Geymið deigið áfram undir plastþynnu.
Fimmtudagur: Látið deigið eiga sig.
Fimmtudagur: Gæta þarf að ílátið sé nógu stórt fyrir deigið.
Fimmtudagur: Deigið tvöfaldar stærð sína.
Föstudagur: Nú er deigið kröftugt, bjórkennt og öskugrátt.
Fullt af náttúrulegu geri.
Föstudagur: Bætið við 1 kg af hveiti og nóg af vatni.
Föstudagur: Blandað vel saman. 
Föstudagur: Úr þessu fæst viðráðanlegt deig.
Föstudagur: takið frá 500g til að nota næst.
Föstudagur: Bætið við salti.
Föstudagur: Mótið deigið.
Föstudagur: Setjið deigið í form með viskustykki.
Föstudagur: Látið deigið hefa sig í 14 klukkutíma.
Laugardagur: Deigið tilbúið til baksturs.
Laugardagur: Hvolfið á plötu og ristið rákir í það.
Laugardagur: Bakið við 190°C í 1 klst.
Laugardagur: Fullbakað brauð þegar það gefur frá sér holhljóð
þegar bankað er í það.
Laugardagur: Látið kólna og borðað nýtt eða ristað.
Verði mér að góðu.

1 comment:

  1. Þetta var ævintýralegt ferðalag sem lagt var uppí með þessu súrdeigsbrauði. Þrátt fyrir áföll á leiðinni, tel ég að endanleg útkoma á brauðinu hafi verið eins og til var ætlast, þrátt fyrir að ég hafi gleymt því aðeins of lengi í ofninum og rota hefði mátt mann og annan með því þegar það var tilbúið. Skorpan var hörð, eins og kom fram í uppskriftinni, en kannski á hún ekki að vera alveg svona hörð eins og mín var og tel ég það vera af því að brauðið var of lengi í ofninum.
    Það hefði mátt koma fram í uppskriftinni að deigið tvöfaldi sig þegar búið er að bæta út í það meira hveiti (á miðvikudegi). Átti ég alls ekki von á því og var því brugðið þegar ég kom fram að morgni og sá deigið meira og minna út um allt borð. Ég ákvað samt ekki að gefast upp og notaði það sem var eftir af deginu til að gera brauðið. Ég notaði vissulega minna magn af hveiti en gefið var upp, enda var ég með mun minna magn af deigi. Þrátt fyrir allt tel ég að þessi uppskrift hafi heppnast nokkuð vel þrátt fyrir að ég geri ekki ráð fyrir að baka brauðið aftur, þar sem ég er ekki mjög hrifin af súrbragðinu sem óneitanlega var til staðar í brauðinu.
    Eins hefði ég mátt bíða með að skera brauðið, það varð auðveldara eftir því sem tíminn leið.

    ReplyDelete