Tuesday, December 16, 2014

Grænmetispottréttur

Uppskriftin er úr Við matreiðum, bls. 175.
Þetta er ljúffengur og einfaldur pottréttur fullur af grænmeti. Tilvalinn pottréttur þegar grænmetið í ísskápnum hefur mátt muna fífil sinn fegri. Gott er að bera réttinn fram með hrísgrjónum, jafnvel brúnum eða bankabyggi.



Þú þarft:

800 g blandað, hreinsað grænmeti.
(dæmi: gulrætur, gulrófur, kúrbítur, paprika
hvítkál, kartöflur, blómkál)
1-2 laukar í sneiðum
1-2 msk ólífuolía
1 dós kjúklingabaunir
1 dl kjúklingasoð
1 dós niðursoðnir tómatar
1 tsk krosskúmen (cumin)
1 tsk túrmerik
1-2 msk tómatmauk
kajenpipar, salt og svartur nýmalaður pipar





Léttsteikið laukinn í pottinum.
Blandið kryddinu saman við.
Látið krauma um stund.
Skerið grænmetið í frekar litla bita.
Setjið í pottinn.
Bætið tómötum og kjúklingasoðinu saman við.
Sjóðið við vægan hita í nokkrar mínútur eða þar til
grænmetið er orðið meyrt.
Kryddið að vild og bætið tómatmauki og kjúklingabaunum
saman við og látið suðuna koma upp.
Verði þér að góðu.

1 comment:

  1. Ég er svo ánægð að hafa fundið rétt sem ég get notað til að bera fram grænmetið sem er orðið pínu þreytt í ísskápnum. Ég hef alltaf bara gert súpu en núna get ég líka gert þennan rétt.
    Rétturinn er sérlega bragðgóður og næringarríkur og féll hann í kramið hjá heimilisfólkinu.
    Ég bar hann fram með hrísgrjónum og fannst mér frekar hallærislegt að bera fram með honum ferskt grænmeti til að mæta manneldissjónarmiðum Lýðheilsustöðvar, þar sem rétturinn er grænmetisréttur. Það hefði kannski verið sniðugt að bera fram með réttinum nýbakað brauð.
    Eins og ég saði áðan, þá er ég eiginlega alveg með það á hreinu að þennan rétt á ég eftir að gera aftur.

    ReplyDelete