Friday, December 12, 2014

Tartarsósa

Uppskriftin er úr Af bestu lyst III, bls. 33.
Þetta er mjög sérstök og ferst og frískandi sósa og passar hún einstaklega vel við ofnbakaða fiskifingur.



Þú þarft:

100 ml hreint skyr
2 msk sýrður rjómi
2 tsk dijonsinnep
3 súrsaðar smágúrkur
2 tsk kapers
2 tsk sítrónusafi
3 msk söxuð steinselja
pipar
salt







Settu allt hráefnið í matvinnsluvél og maukaðu.
Þegar allir kekkir eru horfnir er hráefnið orðið að fallegri sósu.
Verði mér að góðu.

1 comment:

  1. Nú á ég í ísskápnum kapers og súrar gúrkur, sem ég veit ekki hvort ég eigi nokkurntíman eftir að nota í framtíðinni því ég veit ekki með hverju maður ætti að nota tartarsósu með öðru en fiskifingrum. Sósan er þó bragðgóð og auðvelt er að búa hana til. Lenti ég ekki í neinum vandræðum við gerð hennar.
    Kannski ég fari bara í að búa til slíka sósu og eiga bara í ísskápnum til að geta gripið í þegar vöntun er á sósu með einhverjum öðrum réttum.

    ReplyDelete