Reglulega góð íslensk kjötsúpa, sem verður bara betri og betri. Smá fyrirtæki að koma henni saman en það er vel þess virði þegar súpan er boðin fram og borðuð.
Þú þarft:
13 dl vatn
600 g lambakjöt
1-2 nautakjötsteningar
1 tsk salt
7 msk súpujurtir
4-6 meðalstórar kartöflur
1 stór eða meðalstór gulrófa
3-4 gulrætur
100 g hvítkál
1 meðalstór laukur
3-4 msk blaðlaukssúpuduft
Sjóðið kjötið daginn áður. Fleytið storknaða fituna ofan af. |
Hreinsið kjötið af beinunum. |
Hitið 12 dl af vatninu. |
Bætið kjötinu ásamt nautakjötsteningnum út í sjóðandi vatnið. |
Bætið salti og súpujurtum út í pottinn. Sjóðið í 55 mínútur. |
Flysjið rófuna, laukinn og gulræturnar og skerið í fremur litla bita. |
Skerið gulrófuna í bita og hvítkálið smátt. |
Bætið grænmetinu í pottinn. |
Hristið saman súpudufti og 1 dl af vatninu, sem verður að vera kalt. |
Hrærið jafningnum út í súpuna og sjóðið áfram í 15 mínútur. |
Verði þér að góðu. |
Þetta var reglulega góð kjötsúpa og tók ég langan tíma í að búa hana til. Ég sauð kjötið á einum degi, þar sem ég átti frekar leiðinlega bita til þess að nota í súpuna. Ég bein og fituhreinsaði svo súpuna að morgni og var með hana tilbúna um hádegið. Ég hitaði hana svo upp um kvöldið og var hún frábærlega góð. Súpan er mjög matarmikil og var borður sem afgangur næsta dag og restin fór svo í frystinn.
ReplyDeleteReglulega góð súpa sem án nokkurs vafa verður einhverntíman aftur á boðstólnum á þessu heimili.
Ég bar súpuna fram með engu, því mér fannst það bara ekki passa, þar sem súpan er heilstæð máltíð í sjálfri sér.