Þetta er mjög gott grænmetisbuff eða eins og það er líka kallað, baunabuff. Buffið bragðast mjög vel með heitu tómatsallati.
Þú þarft:
1 dós smjörbaunir
1 dós kjúklingabaunir
1 laukur
2 hvítlauksgeirar
1 gulrót
1/2 kúrbítur
50 g rifinn ostur
75 g gróf brauðmylsna
1/2 tsk pipar
1 tsk salt
1 tsk þurrkað óreganó
3 msk heilhveiti
2 msk olía
Saxið hvítlaukinn og laukinn og blandið saman við. |
Rífðu kúrbítinn og gulræturnar og blandaðu saman við ásamt ostinum. |
Blandaðu saman brauðmylsnu, pipar, salti og óreganói. |
Hrærðu saman við baunamaukið. |
Mótaðu buff úr maukinu og veltu því uppúr heilhveiti. |
Hitaðu olíu og steiktu buffin í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Einnig má baka þau í ofni við 200°C í um 15 mínútur. |
Verði mér að góðu. |
Þessi réttur var einn af þeim áhugaverðari í þessu verkefni. Hann var mjög bragðgóður og fremur auðvelt var að búa hann til. Ég keypti þó smjörbaunir sem ég sjálf græjaði, sem sagt ekki úr dós. Það gerði réttinn kannski örlítið flóknari fyrir vikið. En mér fannst það alveg þess virði.
ReplyDeleteÞetta baunabuff á ég alveg pottþétt eftir að gera aftur í framtíðinni. Ég þarf þó að finna einhverja lausn á því hvernig ég fæ buffið til að hanga aðeins betur saman, mér fannst það detta of mikið í sundur og endaði á því að setja það í ofninn, þar sem það fór allt út um allt þegar ég var að reyna að snúa því við á pönnunni. En það var líka mjög gott beint úr ofninum.