Uppskriftin er úr Af bestu lyst IV, bls. 75.
Þetta er mjög gott og einstaklega einfalt og þægileg uppskrift af rúgbrauði. Það er mjög þétt í sér og því pínu erfitt að skera. En það er vel þess virði. Brauðið er sérlega gott með
laxapaté.
Þú þarft:
250 ml vatn, ylvolgt
250 ml léttmjölk, ylvolg
1 tsk hunang
1 1/2 msk þurrger
500 g rúgmjöl
2 1/2 tsk salt
1 msk ólífuolía
100 g fjölkornablanda
200 g heilhveiti eða eftir þörfum
|
Blandið vatni, mjólk, hunangi, og þurrgeri saman í skál.
|
|
Láttu standa í nokkrar mínútur eða þar til gerið er
aðeins farið að freyða. |
|
Blandaðu rúgmjöli, salti og olíu saman við. |
|
Bættu við fjölkornablöndu og heilhveiti eftir þörfum. |
|
Blandið vel saman og hnoðið síðan. |
|
Hnoðaðu deigið vel og mótaðu kúlu. |
|
Settu kúluna í skál og stráðu svolitlu af heilhveiti yfir.
|
|
Settu viskastykki yfir og láttu deigið hefa sig við stofuhita
í 2-2 1/2 klst eða þar til það hefur u.þ.b. tvöfaldast. |
|
Sláðu það niður og hnoðaðu. Mótaðu kringlótt brauð og
settu það á pappírsklætta bökunarplötu. |
|
Látu það lyfta sér í um 45 mínútur.
|
|
Penslaðu með vatni og stráðu svolitlu rúgmjöli á það. |
|
Skerðu tígulmynstur í bolluna með beittum hníf. |
|
Bakaðu brauðið á næst neðstu rim í um 40 mínútur við 200°C. |
|
Látið kólna alveg áður en skorið er í það. |
|
Frekar erfitt er að skera brauðið. |
|
Verði mér að góðu. |
|
Borið fram með laxapaté. |
Þetta brauð minnir mjög mikið á súrdeigsbrauðið. Bæði brauðin eru mjög þétt í sér og bragðast nánast eins, fyrir utan að það er súrbragð af súrdeisgsbrauðinu og engin fræ eða korn í því.
ReplyDeleteÞað er erfitt að skera þetta brauð og ef ég ætti að gera þetta brauð aftur myndi ég hafa tíglana stærri og ekki eins djúpa og ég gerði í þetta skiptið.
Annars var brauðið sérlega bragðgott og verður pottþétt bakað aftur á þessu heimili.