Friday, December 12, 2014

Ítalskt rísottó

Uppskriftin er úr Af bestu lyst I, bls. 101.
Þetta er frábært meðlæti með hvaða mat sem annars eru bara borin fram venjuleg hrísgrjón. Poppar hrísgrjónin svo sannarlega upp og er mjög bragðgott. Örlítið flókið í framkvæmd en vel þess virði.

Þú þarft:

1 laukur
1 rauð paprika
125g sveppir
1 lítið zucchini
2 msk matarolía
5 dl löng hrísgrjón
1 l vatn
2 kjúklingateningar
2 dl grænar baunir, frosnar
salt
pipar
1 dl parmesanostur






Saxið laukinn og paprikuna. Sneiðið sveppina og zuccini-ið.
Hitið olíu í stórum potti.
Léttsteikið sveppina í tvær mínútur.
Bætið olíu í pottinn og setjið hrísgrjónin út í hana.
Bætið lauknum saman við hrísgrjónin og hitið í tvær mínútur.
Hellið vatninu yfir grónin og myljið teningana út í.
Sjóðið í 15 mínútur undir loki.
Bætið grænmetinu útí og sjóðið þar til hrísgrjónin hafa dregið
til sín allan vökvann.
Blandið ostinum saman við í lokin. Saltið og piprið eftir smekk.
Verði mér að góðu.

1 comment:

  1. Þetta er einn af réttunum í þessu verkefni sem ég geri ekki ráð fyrir að ég muni nokkurn tíman í lífinu gera aftur. Bæði fannst mér rétturinn bragðlaus og óspennandi heldur var hann líka leiðinlegur að útbúa. Þrátt fyrir að vera einfaldur, þá var hann samt flókinn fyrir mér í framkvæmd.
    Ég ákvað að bera réttinn ekki fram með neinu öðru, þar sem ég vissi ekki hvað væri helst það sem risotto er borið fram með.
    Sem sagt, mun ekki gera þennan rétt aftur, í það minnsta ekki í bráð.

    ReplyDelete