Saturday, December 13, 2014

Heitt tómatsalat

Uppskriftin er úr af bestu lyst IV, bls.68.
Þetta er mjög gott að bera fram með í raun hverju sem er, sama hvort það er grænmetisréttur eins og baunabuff eða jafnvel ítalskir réttir.







Þú þarft:

1 msk ólífuolía
600 gr kirsiberjatómatar
10-12 basilíkublöð
1 msk sítrónusafi
nýmalaðaur pipar
salt








Hitaðu olíuna á pönnu. Settu tómatana á pönnu og steiktu þá
við góðan hita í nokkrar mínútur, hrærðu öðru hvoru.
Skerðu basilíkuna í ræmur og bættu henni á pönnuna
ásamt sítrónusafa, pipar og salti.
Hitið í 1 mínútu eftir að tómatarnir byrja að springa.
Verð mér að góðu.

1 comment:

  1. Þetta er það undarlegasta salat sem ég hef á ævinni bragðað, hvað þá búið til. En tómatarnir voru bragðgóðir þegar búið var að steikja þá og krydda. Þar sem tómatar eru ekki í miklu uppáhaldi á þessu heimili, minnkaði ég uppskriftina um helming, svo ég sæti ekki uppi með steikta tómata sem myndu enda í ruslinu.
    Ég geri ekki ráð fyrir því að ég muni nokkurn tíman í framtíðinni búa til svona salat aftur.

    ReplyDelete