Friday, December 12, 2014

Ungversk gúllassúpa

Uppskriftin er úr bókinni Af bestu lyst I, á bls. 73.
Þetta er þægileg og mjög bragðgóð uppskrift af gúllassúpu.

Þú þarft:

700 g nautagúllas
2 laukar
3 hvítlauksrif
3 msk olía til steikingar
1 1/2 msk paprikuduft
1 1/2 l vatn
2 msk kjötkraftur (eða 2 teningar)
1 tsk kúmenfræ
1-2 tsk meiran
700 gr kartöflur (8 meðalstórar)
2-3 gulrætur
2 paprikur
4-5 tómatar eða
1 dós niðursoðnir (400 gr)



Saxið laukana og pressið hvítlauksrifin.
Hellið olíunni í pott.
Steikið kjöið, laukinn og hvítlaukinn í pottinum.
Bætið paprikudufti, kjötkrafti, kúmeni og merian í pottinn.
Bætið vatninu í pottinn.
Sjóðið við vægan hita í 40 mínútur.
Flysjið kartöflur og skerið í bita ásamt gulrótum og papriku.
Bætið grænmetinu í pottin og sjóðið afram í 30 mínútur.
Verði mér að góðu.

2 comments:

  1. This comment has been removed by the author.

    ReplyDelete
  2. Einföld og mjög svo bragðgóð gúllas súpa. Ég notaði að vísu ekki nautagúllas, heldur átti ég svínagúllas sem ég notaði í staðinn, en mér fannst það ekki koma að sök. Súpan var mjög vinsæl og kláraðist upp til agna. Ég lenti ekki neinum vandræðum og að lokum bar ég súpuna fram með ristuðu brauði. Það gæti verið sniðugt að bera hana fram með grófa veislubrauðinu eða einhverju öðru heimatilbúnu brauði.
    Ég tel mjög líklegt að þessi súpa verði elduð aftur hér á þessu heimili.

    ReplyDelete