Friday, December 12, 2014

Mexíkóskur baunapottur

Uppskriftin er úr Af bestu lyst I, bls. 87.
Þetta er mjög góður pottréttur og frekar einfaldur þó hann krefjist smá undirbúnings og fyrirhyggju. Sérstaklega ef notaðar eru baunir sem ekki eru niðursonar.

Þú þarft:

2 laukar
1 paprika
2 gulrætur
4 hvítlauksrif
400 g niðursoðnir tómatar
2 dl grænmetis- eða kjötsoð
1 tsk paprikuduft
6 dl soðnar nýrnabaunir
1 msk chiliduft
1/2 - 1 tsk kumminduft (ef vill)
salt og pipar
1/2 búnt steinselja, söxuð







Saxið lauk, papriku og gulrætur. Pressið hvítlaukinn.
Hitið olíu í potti.
Látið saxað grænmetið út í.
Látið krauma.
Bætið tómötum, papriku og soði út í.
Sjóðið við vægan hita í 5-10 mínútur.
Látið baunirnar út i seinustu 5 mínúturnar.

Bragðbætið með chili- kummindufti, salti og pipar.
Stráið saxaðri steinselju yfir áður en rétturinn er borinn fram.
Verði mér að góðu.

1 comment:

  1. Þetta er algerlega einn af uppáhalds réttunum sem ég eldaði í þessu verkefni. Það er án nokkurs vafa í mínum huga að ég á eftir að elda þennan rétt aftur. Hann er einfaldur, bragðgóður, seðjandi og fullur af vítamínum.
    Ég notaði í uppskriftina niðursoðna tómata í mauki, frekar en nota niðursoðna tómata sem ég þyrfti að skera niður. Tel ég ekki að það hafi komið að sök í þessu tilfelli.
    Ég átti ekki ferska steinselju en átti hana til þurrkaða og bar réttinn fram með henni því það gaf svo skemmtilegt yfirbragð að hafa hana með á réttinum.
    Ég bar réttinn fram með brauðbollum sem ég hafði bakað fyrr um daginn í öðru verkefni í námskeiðinu.

    ReplyDelete