Þessar kartöflur voru hér áður fyrr alveg nauðsynlegar með öllum hátíðarmat. Einstaklega gott er að bera þær fram með steiktum kótilettum.
Þú þarft:
1/2 kg soðnar kartöflur
1 msk smjörlíki
2 msk sykur
Bræðið smjörlíkið á heitri pönnu eða í potti. |
Sáldrið sykrinum saman við. |
Hrærið í með steikarspaða þar til komin er þétt ljós froða. |
Látið kartöflurnar út í. |
Hristið pönnuna og hrærið varlega í kartöflunum þangað til þær eru gulbrúnar, gljáandi og vel heitar í gegn. |
Verði þér að góðu. |
Ég hef oft og mörgum sinnum brúnað kartöflur á lífsleiðinni og aldrei nokkurntíman gengið eins illa og í þetta skiptið. Ég fór nákvæmlega eftir uppskriftinni og held ég að það sé málið. Ég er vön að setja sykurinn fyrst á pönnuna og láta hann byrja að dökkna og setja þá vatn/smjör/mjólk/rjóma út á til þess að stoppa brunann. Þá koma ekki þessir kekkri eins og það gerðist í þetta skiptið.
ReplyDeleteEf ég mun brúna kartöflur í framtíðinni mun það alveg örugglega ekki vera með þessari aðferð.
Annars eru alltaf færri á mínu heimili sem vilja svona sykraðar kartöflur svo það getur farið svo að ég muni ekki brúna kartöflur oftar!