Þessi uppskrift af spergilkálssúpunni er handa fjórum. Þetta er fremur einföld uppskrift og nokkuð fljótleg í framkvæmd. Hægt er að bera súpuna fram með nýbökuðu grófu brauði og grænmetissalati.
Þú þarft:
1 lítill laukur
2 meðalstórar kartöflur
200 g spergilkál
7 dl vatn
1 nautakjötsteningur
75 g rjómaostur
1 dl léttmjólk
1 tsk þurrkuð basilíka
Flysjið kartöflurnar og laukinn. |
Skerið laukinn og kartöflurnar í litla bita. |
Hreinsið spergilkálið og kljúfið í kvisti. |
Setjið vatn í pott og sjóðið. |
Setjið grænmetið út í sjóðandi vatnið. Bætið kjötkraftinum í og sjóðið í 15 mínútur. |
Maukið súpuna með töfrasprota. |
Setjið rjómaostinn saman við og hrærið meðan hann er að bráðna. |
Bætið léttmjólkinni út í. |
Kryddið með basilíku eftir smekk. |
Verði þér að góðu. |
Þetta er frekar einföld og leiðinleg súpa. Var hún eiginlega ekki sérlega bragðgóð heldur. Mun hún ekki verða búin til aftur.
ReplyDeleteSpergilkálið var orðið eitthvað extra þreytt en ég tel að það hafi samt sem áður ekki komið að sök, braðlega séð.