Mjög bragðgóð kjúklingasúpa og frekar auðveld í framkvæmd.
2 kjúklingabringur, beinlausar og hamflettar
1 msk olía
2 hvítlauksgeirar saxaðir smátt
1 msk engifer, saxaður
1/2 chili aldin, fræhreinsað og saxað
1l vatn
1 msk kjúklingakraftur
safi úr 1 límónu
1 tsk sojasósa
1/2 gul paprika
nýmalaður pipar
salt
150 gr grænar baunir
100 gr þurrkaðar eggjanúðlur.
Hitið olíuna í potti og láttu engifer, chili og hvítlauk krauma í 1-2 mínútur án þess að brúnast. |
Fræhreinsaðu paprikuna og skerðu í ræmur. |
Skerðu kjúklinginní 1/2 cm þykkar sneiðar þvert yfir. |
Bætið papriku, kjúkling, núðlum og baunum út í pottinn. Sjóðið í 5-8 mínútur eða þar til núðlurnar eru orðnar meirar. |
Verði mér að góðu. |
Þetta var sérstaklega góð súpa og kom verulega á óvart. Ég átti ekki réttu tegundina af baunum en ég átti frosnar litlar grænar baunir, svo ég breytti uppskriftinni til að koma á móts við þá breytingu á hráefni. Ég tel að það hafi ekki komið að sök og fannst reglulega gott að hafa svona baunir í súpunni.
ReplyDeleteAnnars var súpan reglulega góð og tel ég mjög líklegt að í framtíðinni verði hún oft á boðstólnum á þessu heimili.