Tuesday, December 16, 2014

Smásteik eða gúllas

Uppskriftin er úr Við matreiðum, bls. 122.
Gúllas er gamall og góður íslenskur matur og er einfaldur í framleiðslu. Huga þarf vel að úr hvernig kjöti gúllasið er, en best er að nota nautagúllas. Rétturinn bragðast einstaklega vel með hrærðum kartöflum, niðurskorinni gúrku og tómötum.





Þú þarft:

4-500 g beinlaut kjöt
3 msk matarolía
2 msk hveiti
1/2 tsk salt
örlítill pipar
1 laukur
1-2 gulrætur
merian
3-4 dl kjötsoð






Hreinsið og þerrið kjötið og skerið það í jafnstóra munnbita.
Hreinsið og skerið lauk smátt og gulrætur í bita.
Blandið saman hveiti, salti og pipar og veltið kjötinu
upp úr blöndunni.
Hellið olíunni á pönnuna og hitið.

Brúnið bitana í heitri olíunni á öllum hliðum.
Bætið grænmetinu út á pönnuna.
Bætið kjötsoði og kryddi út á pönnuna. Sjóið þar til
kjötið er orðið meirt.
Verði þér að góðu.

1 comment:

  1. Ég hef aldrei vitað áður að gúllas væri kallað smásteik. Svona lærir maður alltaf eitthvað nýtt. Það var reglulega auðvelt að elda þennan rétt og var hann sérlega braðgóður. Sósan var fullkomin og borðaðist allt kjötið og sósan upp til agna.
    Með réttinum bar ég fram kartöflusósuna, þar sem ég hafði misreiknað mig og var hún alltof þunn. Auk þess bar ég fram niðurskorna tómata og gúrku til að ná manneldismarkmiðum Lýðheilsustöðvar.
    Mér finnst frekar líklegt að ég eigi eftir að gera þennan rétt aftur.

    ReplyDelete