Alveg dýrindis fiskibollur sem er alveg upplagt að hafa á boðstólnum á hverju íslensku heimili í það minnsta einu sinni í mánuði. Borið fram með soðnum kartöflum, sósu, gúrku og rifnum gulrótum.
Þú þarft:
Bollur:
400 gr ýsuflök
1 meðalstór laukur
1 tsk salt
1/4 tsk pipar
1 1/2 - 2 msk kartöflumjöl
3 msk hveiti
1 egg
1 1/2 msk matarolía
3 dl vatn
1-2 tsk fiskikraftur
Sósa:
Soðið af bollunum
1 dl vatn eða mjólk
1 1/2 msk hveiti
2-3 dropar sósulitur
Flysjið og skerið laukinn mjög smátt. |
Hrærið fiskinn stutta stund í hrærivél með salti, pipar og lauk. |
Bætið kartöflumjölinu og hveitinu út í. |
Hrærið áfram stutta stund. |
Sláið egg í sundur og bætið því útí. |
Hrærið þar til deigið verður aftur samfellt. |
Bætið mjólkinni smám saman út í og hrærið vel á milli. |
Mótið bollur úr fiskdeiginu með skeið. |
Steikið bollurnar í heitri olíunni á þreur hliðum. |
Hellið vatninu í pott. |
Setjið fiskikraftinn út í. |
Sjóðið bollurnar auknablik í soðinu. Færið upp á fat og haldið heitum. |
Hitið soðið að suðu. |
Hristið saman í krukku, mjólkina og hveitið. |
Hellið jafningnum út í sjóðandi heitt soðið og hrærið í stanslaust á meðan. |
Látið sósuna sjóða í 3-5 mínútur. Bætið sósulit út í ef vill. |
Verði þér að góðu. |
Ég er frekar ánægð með frammistöðu mína með þennan rétt. Mér hefur ekki tekist fyrr en nú að búa til fiskibollur sem ekki duttu í sundur og festust allar við pönnuna. Ég lagði mig líka alla fram um að fara eftir leiðbeiningunum og steikti bollurnar á þremur hliðum, þó svo að ég hafi nú alist upp við að þær væru bara steiktar á tveimur hliðum.
ReplyDeleteEinnig voru bollurnar mjög bragðgóðar og féllu heimilisfólki vel. Því má ætla að ég leggi í það að gera þessar bollur aftur til að bera á borð á þessu heimili.
Ég bar réttinn fram með kartöflum, rifnum gulrótum og gúrku til að ná manneldisleiðbeiningum Lýðheilsustöðvar.