Tuesday, December 16, 2014

Spergilkálssúpa

Uppskriftin er úr Eldað í dagsins önn, bls. 85.
Þessi uppskrift af spergilkálssúpunni er handa fjórum. Þetta er fremur einföld uppskrift og nokkuð fljótleg í framkvæmd. Hægt er að bera súpuna fram með nýbökuðu grófu brauði og grænmetissalati.





Þú þarft:

1 lítill laukur
2 meðalstórar kartöflur
200 g spergilkál
7 dl vatn
1 nautakjötsteningur
75 g rjómaostur
1 dl léttmjólk
1 tsk þurrkuð basilíka




Kjöt með karrísósu.

Uppskriftin er úr Eldað í dagsins önn, bls. 22.
Þessi uppskrift að kjöti með karrí er handa fjórum. Þetta er matur sem er búinn að vera á borðum Íslendina í fjöldamörg ár og gæti flokkast undir einn af þjóðarréttunum. Rétturinn er borinn fram með soðnum hrísgrjónum og spergilkáli auk grænmetisins sem var soðið með kjötinu.

Þú þarft:

6 dl vatn
5-70 g lambasneiðar
1 1/2 tsk salt
3 gulrætur
4 meðalstórar kartöflur













Karrísósa:

3 dl kjötsoð
1 dl léttmjólk
2 1/2 msk hveiti
1/2 - 1 tsk karrí






Saltkjöt og baunir

Uppskriftin er úr Eldað í dagsins önn, bls. 15.
Þessi uppskrift er handa fjórum til fimm og er hún rosalega bragðgóð og frekar einföld í framkvæmd, þó það þýði að gott skipulag þurfi að koma til.



Þú þarft:

200 g gular hálfbaunir
13 dl vatn
500 g saltkjöt 
2-4 sneiðar beikon
1 meðalstór gulrófa
3-4 gulrætur
5 meðalstórar kartöflur
1 meðalstór laukur
100 g hvítkál
nokkrir spergilkálskvistir





Íslensk kjötsúpa, endurbætt

Uppskriftin er úr Eldað í dagsins önn, bls. 9.
Reglulega góð íslensk kjötsúpa, sem verður bara betri og betri. Smá fyrirtæki að koma henni saman en það er vel þess virði þegar súpan er boðin fram og borðuð.



Þú þarft:


13 dl vatn
600 g lambakjöt
1-2 nautakjötsteningar
1 tsk salt
7 msk súpujurtir
4-6 meðalstórar kartöflur
1 stór eða meðalstór gulrófa
3-4 gulrætur
100 g hvítkál
1 meðalstór laukur
3-4 msk blaðlaukssúpuduft



Töfrafiskur

Uppskriftin er úr Eldað í dagsins önn, bls. 48.
Þessi uppskrift er fyrir fjóra. Einföld og mjög bragðgóð uppskrift af fisk og ekki spillir fyrir hið skemmtilega nafn á réttinum. Borið fram með hrísgrjónum, rifnum gulrótum, hvítkáli og rúsínum.





Þú þarft:

1 epli
1/2-1 tsk karrý
400 g ýsuflök
1/2 tsk salt
15 g smjör
1 dl rifinn ostur
1 tsk þurrkað dill til skrauts





Steiktar fiskibollur

Uppskriftin er úr Eldað í dagsins önn, bls. 40.
Alveg dýrindis fiskibollur sem er alveg upplagt að hafa á boðstólnum á hverju íslensku heimili í það minnsta einu sinni í mánuði. Borið fram með soðnum kartöflum, sósu, gúrku og rifnum gulrótum.





Þú þarft:
Bollur:

400 gr ýsuflök
1 meðalstór laukur
1 tsk salt
1/4 tsk pipar
1 1/2 - 2 msk kartöflumjöl
3 msk hveiti
1 egg
1 1/2 msk matarolía
3 dl vatn
1-2 tsk fiskikraftur



Sósa:
Soðið af bollunum
1 dl vatn eða mjólk
1 1/2 msk hveiti
2-3 dropar sósulitur







Grænmetispottréttur

Uppskriftin er úr Við matreiðum, bls. 175.
Þetta er ljúffengur og einfaldur pottréttur fullur af grænmeti. Tilvalinn pottréttur þegar grænmetið í ísskápnum hefur mátt muna fífil sinn fegri. Gott er að bera réttinn fram með hrísgrjónum, jafnvel brúnum eða bankabyggi.



Þú þarft:

800 g blandað, hreinsað grænmeti.
(dæmi: gulrætur, gulrófur, kúrbítur, paprika
hvítkál, kartöflur, blómkál)
1-2 laukar í sneiðum
1-2 msk ólífuolía
1 dós kjúklingabaunir
1 dl kjúklingasoð
1 dós niðursoðnir tómatar
1 tsk krosskúmen (cumin)
1 tsk túrmerik
1-2 msk tómatmauk
kajenpipar, salt og svartur nýmalaður pipar



Steiktar kótilettur eða kjötsneiðar

Uppskriftin er úr Við matreiðum, bls. 118.
Þetta eru mjög hefðbundnar steiktar kótilettur sem voru oft á matborðum hér áður fyrr, þó kannski aðeins meira spari en hversdags. Gott er að bera kótiletturnar fram með brúnuðum kartöflum, hrásalati að eigin vali og sósu.






Þú þarft:

4-6 kótilettur
2-4 kjötsneiðar
2-3 msk matarolía
2 dl hveiti
salt, pipar og paprikuduft







Brúnaðar kartöflur

Uppskriftin er úr Við matreiðum, bls. 155.
Þessar kartöflur voru hér áður fyrr alveg nauðsynlegar með öllum hátíðarmat. Einstaklega gott er að bera þær fram með steiktum kótilettum.







Þú þarft:
1/2 kg soðnar kartöflur
1 msk smjörlíki
2 msk sykur









Hrærðar kartöflur

Uppskriftin er úr Við matreiðum, bls. 155.
Það er tilvalið að hafa hrærðar kartöflum með ýmsum mat. Sem dæmi má nefna smásteik eða öðru nafni gúllas.





Þú þarft:

1/2 kg kartöflur
1/2 - 1 dl mjólk
1/2 - 1 tsk salt
örlítill pipar
1/4 tsk múskat





Smásteik eða gúllas

Uppskriftin er úr Við matreiðum, bls. 122.
Gúllas er gamall og góður íslenskur matur og er einfaldur í framleiðslu. Huga þarf vel að úr hvernig kjöti gúllasið er, en best er að nota nautagúllas. Rétturinn bragðast einstaklega vel með hrærðum kartöflum, niðurskorinni gúrku og tómötum.





Þú þarft:

4-500 g beinlaut kjöt
3 msk matarolía
2 msk hveiti
1/2 tsk salt
örlítill pipar
1 laukur
1-2 gulrætur
merian
3-4 dl kjötsoð



Brúnaður laukur.

Uppskriftin er úr Eldað í dagsins önn, bls. 91.
Laukinn er mjög gott að bera fram með steiktum fisk.







Þú þarft:

1-2 laukar
1-2 msk matarolía








Steiktur fiskur með brúnuðum lauk.

Uppskriftin er úr Við matreiðum, bls. 91.
Þetta er ósköp venjuleg uppskrift af steiktum fiski. Einföld og góð og eitthvað sem allir ættu að hafa í matinn í það minnsta einu sinni í mánuði. Gott er að bera fiskinn fram með brúnuðum lauk, soðnum kartöflum, rifnum gulrótum og sítrónu.






Þú þarft:

500 g fiskur
1/4 - 1/2 tsk salt
örlítill pipar
3-4 msk matarolía
sítrónubátar
gúrkusneiðar







Saturday, December 13, 2014

Laxapaté

Uppskriftin er úr Af bestu lyst IV, bls. 75.
Þetta er mjög fljótlegt og einstaklega einfalt laxapaté. Það er sérlega gott með þýsku rúgbrauði.






Þú þarft:

100 g reyktur lax
1 vorlaukur eða nokkur graslauksstrá
250 g kotasæla
nýmalaðaur pipar






Þýskt rúgbrauð

Uppskriftin er úr Af bestu lyst IV, bls. 75.
Þetta er mjög gott og einstaklega einfalt og þægileg uppskrift af rúgbrauði. Það er mjög þétt í sér og því pínu erfitt að skera. En það er vel þess virði. Brauðið er sérlega gott með laxapaté.





Þú þarft:

250 ml vatn, ylvolgt
250 ml léttmjölk, ylvolg
1 tsk hunang
1 1/2 msk þurrger
500 g rúgmjöl
2 1/2 tsk salt
1 msk ólífuolía
100 g fjölkornablanda
200 g heilhveiti eða eftir þörfum





Grænmetis lasagne

Uppskriftin er úr Af bestu lyst III, bls. 71.
Þetta er mjög bragðgott lasagna sem er einnig frekar auðvelt í framkvæmd, en krefst smá undirbúnings.



Þú þarft:

2 laukar
3 hvítlauksgeirar
olía
250 g sveppir
250 g gulrætur
500 g spergilkál
2 dósir saxaðir tómatar
nýmalaður pipar
salt
1 msk ítölsk kryddjurtablanda
500 g kotasæla
lasagneplötur, ferskar eða forsoðnar
1 kúrbítur
75 g rifinn ostur


Kjúklingasúpa með núðlum

Uppskriftin er úr Af bestu lyst III, bls 45.
Mjög bragðgóð kjúklingasúpa og frekar auðveld í framkvæmd.


Þú þarft:

2 kjúklingabringur, beinlausar og hamflettar
1 msk olía
2 hvítlauksgeirar saxaðir smátt
1 msk engifer, saxaður
1/2 chili aldin, fræhreinsað og saxað
1l vatn
1 msk kjúklingakraftur
safi úr 1 límónu
1 tsk sojasósa
1/2 gul paprika
nýmalaður pipar
salt
150 gr grænar baunir
100 gr þurrkaðar eggjanúðlur.

Heitt tómatsalat

Uppskriftin er úr af bestu lyst IV, bls.68.
Þetta er mjög gott að bera fram með í raun hverju sem er, sama hvort það er grænmetisréttur eins og baunabuff eða jafnvel ítalskir réttir.







Þú þarft:

1 msk ólífuolía
600 gr kirsiberjatómatar
10-12 basilíkublöð
1 msk sítrónusafi
nýmalaðaur pipar
salt





Baunabuff með heitu tómatsalati

Uppskriftin er úr Af bestu lyst III, bls. 68.
Þetta er mjög gott grænmetisbuff eða eins og það er líka kallað, baunabuff. Buffið bragðast mjög vel með heitu tómatsallati.



Þú þarft:

1 dós smjörbaunir
1 dós kjúklingabaunir
1 laukur
2 hvítlauksgeirar
1 gulrót
1/2 kúrbítur
50 g rifinn ostur
75 g gróf brauðmylsna
1/2 tsk pipar
1 tsk salt
1 tsk þurrkað óreganó
3 msk heilhveiti
2 msk olía




Friday, December 12, 2014

Tartarsósa

Uppskriftin er úr Af bestu lyst III, bls. 33.
Þetta er mjög sérstök og ferst og frískandi sósa og passar hún einstaklega vel við ofnbakaða fiskifingur.



Þú þarft:

100 ml hreint skyr
2 msk sýrður rjómi
2 tsk dijonsinnep
3 súrsaðar smágúrkur
2 tsk kapers
2 tsk sítrónusafi
3 msk söxuð steinselja
pipar
salt





Ofnbakaðir fiskfingur með tartarsósu

Uppskriftin er úr Af bestu lyst III, bls. 33.
Þetta eru mjög bragðgóðir og nokkuð auðveldir fiskifingur með mjög góðri og ferskri tartarsósu.



Þú þarft:

600 g þorskflök
100 g gróft brauð
7 msk hveiti
nýmalaður pipar
salt
1 egg
1 msk olía

Ofn 200°C





Rabarbarakaka með jarðarberjum og marsipani

Uppskriftin er úr Af bestu lyst II, bls. 76.
Frekar einföld og þægileg uppskrift af rabarbaraböku. Þó ber að hafa í huga að rabbarbari er árstíðarbundinn og því skynsamlegt að gera bökuna frekar að sumri til en vetri. Hún er mjög fersk og passar einmitt vel sem sumarbaka.

Þú þarft:
400 g rabarbari
250 g jarðarber
100 g sykur

Deig:
2 egg
2 eggjahvítur
100 g marsipan
4 msk sykur
2 msk Grand Marnier appelsínulíkjör

Jógúrtrjómi:
1 dl rjómi
1 dós jógúrt án ávaxta
2 tsk vanillusykur
12 appelsína, bæði börkur og safi

Gróft brauð með lyftidufti

Uppskriftin er úr Af bestu lyst II, bls. 71.
Mjög einföld og fljótleg uppskrift að heilsusamlegu og frekar grófu brauði. Brauðið hentar vel til frystingar.

Þú þarft:

1/2 dl hörfræ
1/2 dl sesamfræ
1/2 dl sólblómafræ
4 dl hveiti
4 dl heilhveiti
1 msk lyftiduft
2 tsk salt
1/2 lítri jógúrt/létt súrmjólk
eða AB mjólk
2 dl vatn
1 msk hunang
1 msk sólblómaolía

175°C í klukkutíma




Linsubaunir með grænmeti

Uppskriftin er úr Af bestu lyst II, bls. 65.
Einföld, fljótleg og ódýr uppskrift af hollum grænmetisrétti með baunum.



Þú þarft:

1 laukur
2 rif hvítlaukur
2 gulrætur
3 kartöflur
200 g linsubaunir
100 g hrísgrjón
1 tsk cumin
2 tsk karrý
1 blómkálshaus
1 msk ólífuolía
salt
nýmalaður pipar


Tandoori kartöflur

Uppskriftin er úr Af bestu lyst II, bls 63.
Nokkuð stór uppskrift af kartöflum. Öðruvísi að hafa tandoori kartöflur með matnum. Passar best með inverskum mat. Frekar sterkar.



Þú þarft:

1 1/2 kg kartöflur
1 msk olía
3 laukar
150 gr rúsínur
4 msk tandoori-mauk
2 tsk sterkt karrý
2-3 tsk garam masala
2 tsk cumin
1/8 tsk cajun pipar
ferskt kóríander eða steinselja.




Ítalskt rísottó

Uppskriftin er úr Af bestu lyst I, bls. 101.
Þetta er frábært meðlæti með hvaða mat sem annars eru bara borin fram venjuleg hrísgrjón. Poppar hrísgrjónin svo sannarlega upp og er mjög bragðgott. Örlítið flókið í framkvæmd en vel þess virði.

Þú þarft:

1 laukur
1 rauð paprika
125g sveppir
1 lítið zucchini
2 msk matarolía
5 dl löng hrísgrjón
1 l vatn
2 kjúklingateningar
2 dl grænar baunir, frosnar
salt
pipar
1 dl parmesanostur




Mexíkóskur baunapottur

Uppskriftin er úr Af bestu lyst I, bls. 87.
Þetta er mjög góður pottréttur og frekar einfaldur þó hann krefjist smá undirbúnings og fyrirhyggju. Sérstaklega ef notaðar eru baunir sem ekki eru niðursonar.

Þú þarft:

2 laukar
1 paprika
2 gulrætur
4 hvítlauksrif
400 g niðursoðnir tómatar
2 dl grænmetis- eða kjötsoð
1 tsk paprikuduft
6 dl soðnar nýrnabaunir
1 msk chiliduft
1/2 - 1 tsk kumminduft (ef vill)
salt og pipar
1/2 búnt steinselja, söxuð




Ungversk gúllassúpa

Uppskriftin er úr bókinni Af bestu lyst I, á bls. 73.
Þetta er þægileg og mjög bragðgóð uppskrift af gúllassúpu.

Þú þarft:

700 g nautagúllas
2 laukar
3 hvítlauksrif
3 msk olía til steikingar
1 1/2 msk paprikuduft
1 1/2 l vatn
2 msk kjötkraftur (eða 2 teningar)
1 tsk kúmenfræ
1-2 tsk meiran
700 gr kartöflur (8 meðalstórar)
2-3 gulrætur
2 paprikur
4-5 tómatar eða
1 dós niðursoðnir (400 gr)


Gróft veislubrauð

Uppskriftin af brauðinu er úr Af bestu lyst I, bls. 29.
Þetta er mjög gott brauð og gaman að bera það á borð. Mjög gott að borða það með t.d. súpu eða jafnvel eitt og sér með áleggi.



Þú þarft: 

1/2 dl hörfræ
1/2 dl sesamfræ
1 dl sólblómafræ
1/2 rúgkjarnar
4 dl vatn
8 dl hveiti
1 dl hveitiklíð
3/4 msk salt
2 1/2 tsk þurrger
1 lítið egg
3 1/2 dl volgt vatn
mjólk til penslunar
Skraut:
hörfræ, sesamfræ
og sólblómafræ
225°C 35-40 mínútur


Súrdeigsbrauð

Uppskriftin af brauðinu er úr Sæludagar með kokki án klæða - Jamie Oliver bls. 256.
Súrdeigsbrauð eru talin brauð af hollari gerðinni og eru mjög vinsæl í dag. Þetta brauð er einfalt og gott að gera í sjálfu sér og er öðruvísi en mörg önnur súrdeigsbrauð að því leiti að það þarf ekki að henda neinu á meðan verið er að búa til súrdeigsmóðurina.





Þú þarft:

500 gr. lífrænt rúgmjöl
Vatn